Á grundvelli 2. mgr. 34. gr. laga um endurskoðendur nr. 94/2019 skipar ráðherra þrjá einstaklinga í endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara og skulu þeir hafa þekkingu á sviðum sem tengjast endurskoðun. Formaður endurskoðendaráðs skal fullnægja skilyrðum til að vera skipaður í embætti héraðsdómara. Eins skal farið að um skipun varamanna.
Endurskoðendaráð var skipað í desember 2019 og er skipunin til fjögurra ára. Eftirfarandi aðilar eiga sæti í ráðinu:
Starfsmaður endurskoðendaráðs er Elín Norðmann lögfræðingur.