Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa

Með vísan til laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2025 sem hér segir: Próf í endurskoðun og reikningsskilum: Fyrri hluti þriðjudaginn 14. október. Seinni hluti fimmtudaginn 16. október. Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16. Próf í skattalögum, félagarétti, […]

Endurskoðendaráð auglýsir eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2025

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2025 í samræmi við ákvæði laga nr. 94/2019, um endurskoðendur og endurskoðun og reglur nr. 1091/2020, um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlitið fari fram í september, október og nóvember 2025. Endurskoðendaráð leitar nú að gæðaeftirlitsmönnum til að annast […]