10. janúar, 2025

Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda 2025

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda endurskoðendaráði staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni innan tilskilinna tímamarka á netfangið [email protected]