Hlutverk endurskoðendaráðs
Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.
Í eftirlitinu felst ábyrgð á:
- löggildingu endurskoðenda og starfsleyfum endurskoðunarfyrirtækja,
- beitingu viðurlaga
- eftirliti með gæðakerfi endurskoðunarfyrirtækja og
- gæðaeftirliti skv. VII. kafla laganna.
Í eftirlitinu felst einnig ábyrgð á eftirfylgni með:
- því að kröfum um óhæði skv. V. kafla laganna sé fylgt,
- innleiðingu góðrar endurskoðunarvenju og siðareglum endurskoðenda,
- kröfum um endurmenntun skv. 9. gr. laganna og
- starfsábyrgðartryggingu skv. 8. gr. laganna.