Reglur um um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu

Reglur um fjárhæðir vátrygginga endurskoðenda hafa verið birtar

30.11.2020

Reglur nr. 1092/2020 um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu hafa tekið gildi. 

Í reglunum er kveðið á um að starfsábyrgðartrygging endurskoðanda skuli nema minnst 20.000.000 kr. vegna hvers einstaks tjónsatviks og að heildarfjárhæð vátryggingabóta innan hvers árs skuli nema minnst 50.000.000 kr. Fjárhæðirnar breytast 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 2022, í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.

Í reglunum er einnig kveðið á um það að hámark eigin áhættu vátryggingataka starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda sé 5.000.000 kr.

Í reglunum segir að vátryggingar endurskoðenda sem eru í gildi við gildistöku reglnanna megi halda gildi sínu til 31. desember 2020. Frá þeim degi skuli fjárhæðir vátrygginga endurskoðenda vera í samræmi við ákvæði reglnanna.

Reglurnar má nálgast hér


Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica