Staðfesting endurskoðenda um starfsábyrgðartryggingu
Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skal endurskoðandi fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að hann hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að skila staðfestingu um starfsábyrgðartryggingu sína innan tilskilinna tímamarka.