Endurskoðendaráð

Hlutverk endurskoðendaráðs er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun, siðareglur endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Löggiltir endurskoðendur

Skýrsla um störf endurskoðendaráðs 2021

Endurskoðendaráð hefur birt skýrslu um störf ráðsins á árinu 2021.


5.1.2024 : Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda endurskoðendaráði staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is

12.12.2023 : Ellefu nýir löggiltir endurskoðendur

Ellefu einstaklingar stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október síðastliðnum og fengu þeir löggildingarskírteini sín afhent þann 7. desember  2023.

 

Fréttalisti