Fréttir

Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum fyrir gæðaeftirlit 2024 - 6.5.2024

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2024 í samræmi við ákvæði laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun og reglur nr. 1091/2020 um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlitið fari fram í september, október og nóvember 2024.

Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við 32. gr. laga nr. 94/2019 skulu gæðaeftirlitsmenn hafa viðeigandi menntun og reynslu í endurskoðun og reikningsskilum. Starfandi endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarfyrirtækja geta verið gæðaeftirlitsmenn.

Endurskoðendaráð mun halda námskeið fyrir þá sem valdir verða til þátttöku í gæðaeftirlitinu. Áætlað er að námskeiðið verði haldið í lok sumars.

Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is eigi síðar en 24. maí 2024. Í umsókn skal gera grein fyrir menntun og starfsreynslu af endurskoðun og tengdum störfum. Þá er óskað upplýsinga um þjálfun í gæðaeftirliti og reynslu af framkvæmd gæðaeftirlits.

Starfsábyrgðartrygging endurskoðenda - 5.1.2024

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skulu endurskoðendur fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að þeir hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að senda endurskoðendaráði staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu sinni innan tilskilinna tímamarka á netfangið endurskodendarad@endurskodendarad.is

Ellefu nýir löggiltir endurskoðendur - 12.12.2023

Ellefu einstaklingar stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október síðastliðnum og fengu þeir löggildingarskírteini sín afhent þann 7. desember  2023.

 

Lesa meira

Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa - 3.7.2023

Með vísan til laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2023 sem hér segir:

Próf í skattalögum, félagarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum:

Miðvikudaginn 4. október.

Prófið hefst kl. 9 og stendur til kl. 14.

Próf í endurskoðun og reikningsskilum:

Fyrri hluti mánudaginn 9. október.

Seinni hluti fimmtudaginn 12. október.

Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 16.

Lesa meira

Við notum kökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Nánari upplýsingar. Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica