Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs 2021

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs fer fram í september til nóvember næstkomandi. Tekin hefur verið ákvörðun um það hvaða fyrirtæki sæta gæðaeftirliti að þessu sinni og hefur fyrirsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækja verið send tilkynning þess efnis.

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs 2021

Gæðaeftirlit endurskoðendaráðs fer fram í september til nóvember næstkomandi. Tekin hefur verið ákvörðun um það hvaða fyrirtæki sæta gæðaeftirliti að þessu sinni og hefur fyrirsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækja verið send tilkynning þess efnis.

Endurskoðendaráð leitar eftir gæðaeftirlitsmönnum

Endurskoðendaráð mun framkvæma gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja á árinu 2021 í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019, og reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda, nr. 1091/2020. Gert er ráð fyrir að gæðaeftirlit fari fram í september, október og nóvember 2021. Endurskoðendaráð leitar nú eftir gæðaeftirlitsmönnum. Í samræmi við […]

Staðfesting endurskoðenda um starfsábyrgðartryggingu

Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 skal endurskoðandi fyrir 15. janúar ár hvert senda endurskoðendaráði staðfestingu þess að hann hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. Endurskoðendaráð hvetur endurskoðendur til að skila staðfestingu um starfsábyrgðartryggingu sína innan tilskilinna tímamarka.

Sex nýir löggiltir endurskoðendur

Þeir sex einstaklingar sem stóðust prófin sem prófnefnd endurskoðenda hélt í október og nóvember fengu löggildingarskírteini sín afhent þann 22. desember 2020. Endurskoðendaráðs óskar nýútskrifuðu endurskoðendunum velfarnaðar í störfum sínum, en þeir eru:

Reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda.

Í nóvember tóku gildi nýjar reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda nr. 1091/2020. Í reglunum er m.a. fjallað um inntak gæðaeftirlits, gæðaeftirlitsmenn og framkvæmd gæðaeftirlits.  Í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019 mun endurskoðendaráð framkvæma gæðaeftirlit vegna endurskoðunar eininga sem tengdar eru almannahagsmunum. Samkvæmt reglunum getur ráðið einnig framkvæmt gæðaeftirlit […]

Reglur um um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu

Reglur nr. 1092/2020 um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu hafa tekið gildi.  Í reglunum er kveðið á um að starfsábyrgðartrygging endurskoðanda skuli nema minnst 20.000.000 kr. vegna hvers einstaks tjónsatviks og að heildarfjárhæð vátryggingabóta innan hvers árs skuli nema minnst 50.000.000 kr. Fjárhæðirnar breytast 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar […]